Þann 25. júní birtist viðtal við Þóri og Ingunni, stofnendur Sunnu, í Morgunblaðinu.
,,Með opnun fyrirtækisins munu Íslendingar geta valið á milli tveggja einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja sem bjóða upp á glasafrjóvgun og frjósemismeðferðir en Ingunn og Þórir segja íslenska markaðinn nógu stóran til að geta borið tvær stofur af þessu tagi auk þess sem áhugaverð tækifæri felist í því að laða til landsins erlenda viðskiptavini.”