Bankarnir okkar

Bankarnir okkar

Við hjá Sunnu erum í samstarfi við þrjá viðurkennda sæðisbanka og einn eggjabanka. Allir bankarnir bjóða upp á persónulega einstaklingsmiðaða þjónustu.

  • European Sperm Bank

    European Sperm Bank leggur áherslu á vandaða þjónustu og mikla fjölbreytni í vali á sæðisgjöfum, með sérsniðnum lausnum sem tryggja þægindi og öryggi fyrir alla skjólstæðinga.

  • Seattle Sperm Bank

    Seattle Sperm Bank býður upp á gæðaþjónustu og fjölbreytt úrval sæðisgjafa með persónulegri nálgun sem tryggir aðferðir sem henta hverjum og einum.

  • Cryos International

    Cryos International er stærsti sæðis- og eggjabanki heims með áratuga reynslu og aðgengi að fjölbreyttum gjafasöfnum sem uppfylla ströngustu gæðastaðla.

  • Donor Network

    Donor Network er löggiltur og traustur sæðisgjafabanki í Danmörku sem starfrækir sjö gjafasetur víðs vegar um landið.
    Þar er fylgt ströngustu skimunarstöðlum í greininni til að tryggja gæði og öryggi.

Ferlið

Fyrsta skrefið er að panta tíma hjá kvensjúkdómalæknum Eddu sem staðsettir eru í Evuhúsi. Eftir samtal við lækni er tekin ákvörðun um hvert næsta skref er.

Hjúkrunarfræðingar Sunnu frjósemi munu svo leiða ykkur í gegnum ferlið sem við tekur sé ákvörðunin að notast við gjafakynfrumur (egg eða sæði).

Hafa má samband við hjúkrunarteymi Sunnu með því að senda fyrirspurn á hjukrun@sunnafrjosemi.is

Varðandi val og samskipti við bankana

Við mælum sterklega með því að fólk veljir sér MOT20 strá en hægt er að nota MOT10 í glasafrjóvgunarmeðferðir. Ekki er mælt með að nota MOT10 í tæknisæðingar. Þá er mikilvægt að kaupa eingöngu IUI einingar í öllum tilfellum.

Kostnaður vegna innflutnings og geymslu kynfrumna

39.500 kr. bætist við kostnað kaupanna. Innifalið í því verði er frystigjald kynfrumna/fósturvísa fyrstu 12 mánuðina.