Stofnendur Sunnu eru hjónin Ingunn Jónsdóttir og Þórir Harðarson. Ingunn er sérhæfður fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og Þórir er sérfræðingur í frjósemi og kennari við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands. Þau hafa áratuga reynslu af frjósemislækningum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, og koma því með dýrmæta þekkingu og skilning inn í rekstur Sunnu.
Auk þeirra hafa Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, og Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gengið til liðs við Sunnu sem eigendur. Þær deila bæði ástríðu fyrir að veita framúrskarandi umönnun og stuðning í frjósemisferlinu.
Gaman að segja ykkur frá því að Ingunn verður starfandi á báðunum stofunum sem er að finna í Evuhús. Hjá Sunnu frjósemisstofu þjónustar hún skjólstæðinga í frjósemisferli og hjá Eddu læknastofum starfar hún við almennar kvennsjúkdómalækningar.