Við hjá Sunnu leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okkar bestu mögulegu þjónustu í frjósemismeðferð. Þess vegna bjóðum við nú upp á fósturvísaskimanir (PGT-A: Preimplantation Genetic Testing – Aneuploidy screening), sem getur hjálpað pörum og einstaklingum að taka upplýstar ákvarðanir í sínu frjósemisferli.
Hvað er fósturvísaskimun?
Fósturvísaskimun er aðferð sem er notuð í tengslum við tæknifrjóvgun (IVF) til að skima fósturvísa áður en þeim er komið fyrir í legi. Með því að skima fyrir fjölda litninga í fósturvísum er hægt að auka líkur á heilbrigðri meðgöngu.
Fósturvísaskimun felur í sér:
- Að taka örlítið sýni úr fósturvísum.
- Skimun á litningum fósturvísa.
- Val á fósturvísum sem eru líklegri til að leiða til farsællar meðgöngu.
Hverjir gætu haft gagn af fósturvísaskimun?
Fósturvísaskimun getur verið sérstaklega gagnleg fyrir:
- Skjólstæðinga sem hafa áður gengið í gegnum endurtekin fósturlá
- Eldri skjólstæðinga í frjósemismeðferð, þar sem litningafrávik eru algengari með hækkandi aldri.
- Skjólstæðingar sem hafa farið í endurteknar tæknifrjóvganir án á
Þættir sem þarf að hafa í huga:
- Ekki er hægt að útiloka öll litningafrávik með þessari aðferð.
- Aðferðin krefst viðbótarskrefa í frjósemismeðferð, sem hefur áhrif á lengd meðferðar og kostnað.
Öryggi, velferð og upplýst val
Við leggjum ríka áherslu á að veita skýr og heiðarleg svör um kosti og takmarkanir fósturvísaskimunar. Hjá Sunnu færðu persónulega ráðgjöf þar sem við förum í gegnum alla valkosti. Þannig tryggjum við að hver og einn skjólstæðingur geti tekið upplýsta ákvörðun.
Fyrir frekari upplýsingar eða ráðgjöf er hægt að hafa samband við okkur hjá Sunnu. Við erum hér til að styðja þig í þínu frjósemisferli – með fagmennsku, virðingu og hlýju að leiðarljósi.
Með haustinu stefnum við á að byrja að bjóða uppá fósturvísaskimanir fyrir þekktum erfðasjúkdómum (PGT-M) í samvinnu við erfðafræðideild landspítalans.