Við hjá Sunnu frjósemi erum stolt að kynna nýtt og metnaðarfullt samstarf við bandaríska fyrirtækið Orchid sem er leiðandi á sviði erfðagreininga og erfðaverndar.
Í krafti þessa samstarfs munum við geta boðið skjólstæðingum okkar upp á PGT-M (Preimplantation Genetic Testing for Monogenic disorders) sem er aðferð sem greinir alvarlega erfðagalla áður en fósturvísi er komið fyrir í legi við glasafrjóvgun.
Þessi tækni veitir pörum og einstaklingum sem bera arfgenga genagalla nýja möguleika til að draga úr líkum á að erfðasjúkdómar berist til næstu kynslóðar.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Noor Siddiqui, stofnanda og forstjóra Orchid, í heimsókn hjá okkur í Sunnu frjósemisstofu. Með henni eru Þórir og Ósk, fósturfræðingar okkar hjá Sunnu. Noor hefur staðið í fararbroddi við þróun tækni sem gerir PGT-M prófanir bæði hraðari og nákvæmari en áður hefur verið mögulegt og opnar þannig dyr að nýjum úrræðum fyrir fleiri fjölskyldur.
Við stefnum að því að senda fyrstu sýnin í samstarfi við Orchid í haust og hlökkum til að veita skjólstæðingum okkar aðgang að enn þróaðri erfðagreiningarþjónustu.

