NIPT – Fósturgreiningapróf
Við hjá Sunnu bjóðum nú upp á NiPT (non-invasive prenatal testing) sem er blóðprufa sem greinir erfðaefni frá fóstri í blóði þungaðrar konu. Rannsóknin getur sýnt hvort líklegt sé að litningafrávik séu til staðar. Einnig er hægt að fá upplýsingar um kyn fósturs.
Prófið er öruggt fyrir bæði móður og fóstur og hægt að framkvæma frá og með viku 10 á meðgöngu. Niðurstöður liggja venjulega fyrir eftir 7–10 virka daga. Tvenns konar NiPT er í boði. Annars vegar rannsókn þar sem skoðuð eru 5 litningapör (X, Y, 13, 18 og 21) og hins vegar ýtarlegra próf þar sem öll litningapörin eru skoðuð.
NiPT stendur öllum til boða og hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 591-8000. Heimsóknin felur í sér ómskoðun til að ákveða aldur fósturs og blóðsýnatöku.
Verð á NiPT má finna í verðskrá Sunnu.


