Fósturlím er íslenskt nafn á erlenda heitinu „Embryo Glue“ en það er ræktunarvökvi sem notaður er rétt fyrir uppsetningu á fóstuvísum þegar glasafrjóvgun er framkvæmd. Skömmu fyrir uppsetninguna þá er fósturvísirinn settur í fósturlímið sem á að auka líkur á þungun. Það hefur verið sýnt fram á í mörgum ritrýndum rannsóknum að fóstrulímið virkar vel við að auka festu fósturvísisins við legið og þar með að auka líkur á þungun. Vökvinn inniheldur náttúruleg efni sem fyrirfinnast í líkamanum (hyolarinsýru) og tilgátan er sú að efnin auki getu fósturvísisins til að líma sig fastan við legið – þar af nafnið.

Við hjá Sunnu frjósemi viljum að sjálfsögðu gefa okkar skjólstæðingum tækifæri á að nota þær vörur sem sýnt hefur verið fram á á vísindalegan hátt að auki líkur á þungun. Þess vegna erum við stolt af því að bjóða upp á slíka þjónustu hér hjá Sunnu frjósemisstofu.