Aukið öryggi með ESCO Witnessing kerfinu

Við hjá Sunnu frjósemisstofu leggjum áherslu á að veita meðferðir sem byggja á nýjustu tækni, trausti og fagmennsku. Þess vegna notum við ESCO Witnessing kerfið – öfluga lausn sem tryggir rekjanleika og nákvæma samsvörun á öllum stigum meðferðarinnar.

ESCO Witnessing kerfið er sérhannað fyrir frjósemisstofur og byggir á háþróaðri tækni sem skannar og sannprófar allar frumur og sýni í meðferðarferlinu.
Kerfið bætir við mikilvægu öryggislagi sem dregur úr líkum á mannlegum mistökum og tryggir að öll sýni séu meðhöndluð á nákvæman og réttan hátt, frá upphafi til enda.
Við hverja aðgerð eru sýni merkt, skönnuð og skráð, sem tryggir að ekkert skref fer fram án staðfestingar. Þannig getur þú treyst því að meðferðin þín sé örugg og vel skjalfest.

Hvers vegna skiptir þetta máli?

Í frjósemismeðferðum er hvert smáatriði mikilvægt. Með ESCO Witnessing kerfinu tryggjum við að:

  • Rétt pörun og meðhöndlun sýna eigi sér stað á hverju stigi

  • Öll skref í ferlinu séu skráð og rekjanleg

  • Öryggi og traust sjúklinga sé sett í forgang

Hvernig virkar kerfið?

Hér getur þú séð kynningarmyndband um ESCO Witnessing kerfið:

📽️ Skoða myndbandið hér