Önnur þjónusta
Önnur þjónusta
Sunna veitir þjónustu á sviði tæknifrjóvgana en býður einnig upp á aðra þjónustu þeim tengdum eins og sæðisrannsóknir og frystingu eggja.
Sæðisrannsókn
Sæðisrannsóknir eru gerðar af ýmsum ástæðum.
Þegar kannaðar eru ástæður ófrjósemi hjá pari er mikilvægt að gera sæðisrannsókn. Sæðið er skoðað í smásjá og athugað með fjölda og hreyfanleika sáðfruma ásamt öðrum þáttum.
Eftir ófrjósemisaðgerðir er mikilvægt að skila inn sæðissýni svo hægt sé að meta hvort aðgerð hafi tekist. Engar sáðfrumur eiga þá að sjást í sæðissýninu.
Mikilvægt er að fara eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru fyrir skil á sæðissýni svo niðurstöðurnar séu sem marktækastar.
Verð: 18.000 kr.
Eggfrysting
Gæði eggja fer minnkandi með aldrinum. Sífellt verður algengara að fresta barneignum og við það aukast líkurnar á ófrjósemi.
Hægt er að frysta ófrjóvguð egg og nota síðar á ævinni.
Embryo Glue eða „fósturlím“
Fósturlím er íslenskt nafn á erlenda heitinu „Embryo Glue“ en það er ræktunarvökvi sem notaður er rétt fyrir uppsetningu á fóstuvísum þegar glasafrjóvgun er framkvæmd. Skömmu fyrir uppsetninguna þá er fósturvísirinn settur í fósturlímið sem á að auka líkur á þungun. Það hefur verið sýnt fram á í mörgum ritrýndum rannsóknum að fóstrulímið virkar vel við að auka festu fósturvísisins við legið og þar með að auka líkur á þungun. Vökvinn inniheldur náttúruleg efni sem fyrirfinnast í líkamanum (hyolarinsýru) og tilgátan er sú að efnin auki getu fósturvísisins til að líma sig fastan við legið – þar af nafnið.
Við hjá Sunnu frjósemi viljum að sjálfsögðu gefa okkar skjólstæðingum tækifæri á að nota þær vörur sem sýnt hefur verið fram á á vísindalegan hátt að auki líkur á þungun.