Nálgunin okkar

Hjá Sunnu bjóðum við einstaklingsmiðaða tæknifrjóvgunarþjónustu með sérstaka áherslu á gott aðgengi og hlýtt viðmót. Nálgun okkar einkennist af heildstæðri þjónustu þar sem rík upplýsingagjöf og eftirfylgni meðferða eru í forgrunni. Við trúum á að bjóða ekki aðeins framúrskarandi læknisfræðilega aðstoð heldur einnig hlýtt viðmót og umhverfi.

Við tökum á móti einstökum konum og pörum með opnum örmum í sérhönnuðu húsnæði okkar. Þar starfa reynslumiklir sérfræðingar sem nálgast hvert tilfelli af fagmennsku og umhyggju. Við notum eingöngu sannreyndar aðferðir á sviði frjósemislækninga, um leið og við nýtum nýjustu tækni og aðferðir til að hámarka líkur á árangri. Þetta felur meðal annars í sér lausnir sem hámarka öryggi og tryggja rekjanleika í gegnum allt tæknifrjóvgunarferlið.

Gott aðgengi er lykilþáttur í okkar þjónustu. Þetta þýðir að þú hefur auðvelt aðgengi að lækni þegar þú þarft, skýrar upplýsingar um framgang meðferðarinnar, og aðgang að stærri og fjölbreyttari kynfrumubönkum en áður hefur verið í boði á Íslandi. Upplýsingatæknikerfi Sunnu styðja við rík samskipti milli skjólstæðinga og starfsfólks og mikið gegnsæi á framgang meðferða.

Starfsfólk Sunnu vinnur ávallt af fullum heilindum og fagmennsku. Við skuldbindum okkur til að sýna skilning, stuðning og hlýju í gegnum allt frjósemisferðalagið. Hjá okkur er markmiðið að tryggja að hver einasti skjólstæðingur fái þá umönnun og athygli sem þau eiga skilið, á meðan við hjálpum þeim að ná sínum markmiðum.

Sunna veitir aðgang að bestu læknavísindum samtímans með samkennd og nærgætni að leiðarljósi.