Meðferðir með gjafakynfrumum
Meðferðir með gjafakynfrumum
Frjósemismeðferð er hægt að framkvæma á mismunandi vegu. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að gjafakynfrumur eru notaðar, en ýmist er hægt að nota gjafasæði, gjafaegg, eða hvort tveggja.
Tæknisæðing með gjafasæði (AID)
Tæknisæðing kallast það þegar sæði er komið fyrir í leginu við egglos. Sæðinu er sprautað upp í legið gegnum grannan legg sem þræddur er upp í gegnum leghálsinn.
Yfirleitt er egglos mánaðarlega, um tveimur vikum fyrir blæðingar. Hægt er að mæla egglos með sérstökum egglosprófum. Ef tíðahringur er óreglulegur getur þurft að nota lyf til að örva fram egglos.
Glasafrjóvgun með gjafasæði IVF-D
Glasafrjóvgun, einnig þekkt sem IVF (In Vitro Fertilization), er háþróuð frjósemismeðferð sem hjálpar fólki að eignast börn.
Stundum þarf að notast við gjafasæði við glasafrjófgun en sjálf meðferðin er að öðru leyti alveg eins og við venjubundna glasafrjóvgun.
Gjafaegg
Þegar gæðum eggja er ábótavant eða ekki hægt að notast við eigin egg af einhverjum ástæðum er yfirleitt hægt að nota gjafaegg. Hægt er að nota fryst gjafegg úr erlendum eggjabönkum en einnig er hægt að gefa egg hérlendis.
Þegar notuð eru gjafaegg eru þau svo frjóvguð með sæði maka eða gjafasæði.
Við uppsetningu á fósturvísi með gjafaeggi þarf sama undirbúning og við uppsetningu á öðrum fósturvísum.
Tvöföld gjöf (gjafasæði og -egg)
Dæmi eru um að nota þurfi bæði gjafaegg- og sæði. Í slíkum tilfellum þarf að gera glasafrjóvgun.
Undirbúningur fyrir uppsetningu fóstursvísis er svo eins og við aðra fósturvísa.