Meðferðir með eigin kynfrumum

Meðferðir með eigin kynfrumum

Frjósemismeðferð er hægt að framkvæma á mismunandi vegu. Meðferðir með eigin kynfrumum eru oft fyrstu skrefin sem eru tekin. Þá er notast við egg, sæði eða hvort tveggja frá þeim sem reyna að eignast barn.

  • Glasafrjóvgun (IVF/ICSI)

    Glasafrjóvgun, einnig þekkt sem IVF (In Vitro Fertilization), er háþróuð frjósemismeðferð sem hjálpar fólki að eignast börn.

    1. Örvun eggjastokka: Eggjastokkarnir eru örvaðir með hormónalyfi til að framleiða mörg eggbú.
    2. Eggheimta: Þegar eggbúin eru fullþroskuð eru eggin fjarlægð með því að sjúga þau út með sérstökum tækjabúnaði á aðgerðarstofu. Þau eru talin og sett inn í ræktunarskáp.
    3. Sæðispróf: Sama dag og eggheimtan þarf að skila sæðissýni ef ekki er notast við gjafasæði. Sýnið er meðhöndlað í rannsóknastofu og sáðfrumurnar eru hreinsaðar frá og geymt þar til að frjóvgun kemur seinna sama dag.
    4. Frjóvgun: Eggin eru frjóvguð með sáðfrumum í rannsóknarstofu. Þetta getur verið gert með hefðbundinni frjóvgun þar sem sáðfrumum og eggjum er blandað saman eða smásjárfrjóvgun (ICSI), þar sem einni sáðfrumu er sprautuð inn í hvert þroskað egg.
    5. Fósturvísaræktun: Frjóvguð egg (fósturvísar) eru ræktuð í allt að sex daga.
    6. Uppsetning fósturvísa: Fósturvísi er komið fyrir í leginu á ræktunardegi tvö, þrjú eða fimm. Þeir fósturvísar sem ekki eru settir upp og uppfylla ákveðin skilyrði er hægt að frysta og hugsanlega nota síðar. Gjald fyrir frystingu á fósturvísum er 54 000 kr sem leggst ofan á meðferðargjaldið, en innifalin er geymsla í 1 ár. 
    7. Þungunarpróf: Tæplega tveimur vikum eftir uppsetningu ræðst hvort af þungun hafi orðið.

     

    Verð: 585.000 kr.

     

  • Tæknisæðing

    Tæknisæðing kallast það þegar sæði er komið fyrir í leginu við egglos. Sæðinu er sprautað upp í legið gegnum grannan legg sem þræddur er upp í gegnum leghálsinn. Ýmist er notað sæði frá maka eða gjafasæði.

    Yfirleitt er egglos mánaðarlega, um tveimur vikum fyrir blæðingar. Hægt er að mæla egglos með sérstökum egglosprófum. Ef tíðahringur er óreglulegur getur þurft að nota lyf til að örva fram egglos.

    Tæknisæðing (náttúrulegur hringur)
    Verð: 85.000 kr.

    Tæknisæðing (lyfjastýrð)
    Verð: 198.000 kr. 

  • Uppsetning frystra fósturvísa

    Uppsetning frystra fósturvísa getur ýmist farið fram í náttúrulegum tíðahring eða eftir gjöf hormónalyfja sem undirbúa legið.

    Þegar uppsetning er gerð í náttúrulegum tíðahring er miðað við egglos og uppsetning gerð 5 dögum síðar.  Til að meta hvernær egglos verður er hægt að nota egglospróf eða gera ómskoðun.

    Þegar uppsetning er gerð eftir gjöf hormónalyfja er líkt eftir náttúrulegum tíðahring með því að gefa fyrst estrogen og bæta svo við prógesteróni og setja svo fósturvísinn upp þegar aðstæður í leginu eru ákjósanlegastar.

    Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvaða aðferð hentar best.

     

    Verð: 259.000 kr.

Meðferðir með gjafakynfrumum

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að gjafakynfrumur eru notaðar í frjósemismeðferðum, en ýmist er hægt að nota gjafasæði, gjafaegg, eða hvort tveggja.

Önnur þjónusta

Sunna veitir þjónustu á sviði tæknifrjóvgana en býður einnig upp á aðra þjónustu þeim tengdum eins og sæðisrannsóknir og frystingu eggja.